Hvað gerðist á Pulse um nóttina?

Fólk kveikir á kertum í Dalls í Texas í Bandaríkjunum …
Fólk kveikir á kertum í Dalls í Texas í Bandaríkjunum í gærkvöldi til minningar um þá sem féllu í árásinni. AFP

Um þrjár klukkustundir liðu frá því að Omar Mateen hleypti fyrstu skotunum af á skemmtistaðnum Pulse í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags og þangað til að lögregla skaut hann til bana eftir að hafa loks ráðist til inngöngu í gegnum hurð og vegg á staðnum.

Matten felldi að minnsta kosti fimmtíu manns og særði álíka marga. Staðurinn Pulse var einna helst sóttur af LGBT-fólki, þ.e. samkynhneigðum, tvíkynhneigðum og transfólki. Þetta er mannskæðasta skotársin af þessu tagi í sögu Bandaríkjanna.

Hvað gerðist aðfaranótt sunnudagsins 12. júní?

Kl. 2.02 hleypir Omar Mateen fyrstu skotunum af inni á Pulse-skemmtistaðnum. Um 320 manns voru á staðnum. Lögreglumaður í einkennisbúningi bregst við og skýtur, ásamt tveimur öðrum lögreglumönnum, í átt að honum. 

Lögregla kemur fljótt á vettvang og ganga skotin á milli hennar og Mateen sem tekur þrjátíu manns í gíslingu inni á staðnum. Innan skamms eru um hundrað lögreglumenn á staðnum. 

Kl. 2.09 má sjá skilaboð á Facebook-síðu skemmtistaðarins. Þar eru gestir hvattir til að fara út af staðnum og forða sér.

Sumir þeirra sem náðu að forða sér slösuðust þegar þeir létu sig falla fram af hárri girðingu.

Kl. 2.22 hringdi Mateen í neyðarlínuna. Sagðist hann hliðhollur hryðjuverkasamtökunum ríkis Ísam og minnist á bræðurna tvo sem sprengju sprengjur við marklínu Boston-maraþonsins.

Kl. 3.58 má sjá skilaboð á Twitter-síðu lögreglunnar í Orlando þar sem greint er frá skotárásinni á Pulse. Í færslunni kemur fram að þeir sem urðu fyrir skotum hafi hlotið fjölþætta áverka og er fólk hvatt til að halda sig frá svæðinu. 

Um kl. 5 réðst þungvopnuð lögregla til inngöngu í gegnum dyr og vegg Pulse og ná um þrjátíu manns að flýja. Í kjölfarið skaut lögregla Mateen til bana. 

Lögregla hefur sagt að nauðsynlegt hafi verið að bíða í þrjár klukkustundir með að fara inn á staðinn þar sem útvega þurfti viðeigandi búnað og nægan og viðeigandi mannafla. 

Sjá umfjöllun CNN

Sjá einnig umfjöllun CNN

Flaggað í hálfa stöng í Washington í Bandaríkjunum.
Flaggað í hálfa stöng í Washington í Bandaríkjunum. AFP
Fólk faðmast skammt frá Pulse-skemmtistaðnum í Orlando í Bandaríkjunum.
Fólk faðmast skammt frá Pulse-skemmtistaðnum í Orlando í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert