Refsing Pistorius ákveðin

Oscar Pistorius mætir til réttarhaldanna í Pretoriu í dag.
Oscar Pistorius mætir til réttarhaldanna í Pretoriu í dag. AFP

Réttarhöld, þar sem refsing spretthlauparans Oscars Pistorius verður ákveðin, hefjast í dag í Pretoria, höfuðborg Suður-Afríku. Pistorius var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi fyrir að valda dauða kærustu sinnar, Reevu Steenkamp. Í desember í fyrra ákvað dómari hins vegar að sakfella hann fyrir morð. Nú er komið að því að ákveða refsingu hans. 

Pistorius gæti átt yfir höfði sér að minnsta kosti fimmtán ára fangelsi en hægt er að draga frá dómnum þann tíma sem hann hefur þegar setið í fangelsi.

Pistorius skaut kærustu sína til bana er hún faldi sig inn á klósetti á heimili hans í febrúar árið 2011. Hann hefur alla tíð haldið því fram að hann taldi innbrotsþjóf vera á bak við hurðina sem hann skaut á.

Talið er að réttarhöldin nú geti tekið allt að viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert