Oscar Pistorius þarf að gjalda fyrir að hafa drepið kærustu sína, Reeva Steenkamp, á Valentínusardaginn 2013 . Þetta sagði faðir Steenkamp frammi fyrir dómara í dag á meðan hann barðist við tárin.
Pistorius hefur verið fundinn sekur um að hafa drepið Steenkamp en var fyrst dæmdur sekur um manndráp. Því var snúið við og á föstudaginn verður dómurinn kveðinn upp. Pistorius gæti fengið dóm upp á allt að 15 ár í fangelsi.
Við réttarhöldin í dag óskaði Barry Steenkamp eftir því að myndir af líki dóttur hans yrðu birtar opinberlega svo að fólk gæti séð sárin.
Að sögn blaðamanna á staðnum brast Steenkamp í grát þegar hann bar vitni og sagðist hugsa um dóttur sína „á morgnanna, hádeginu og á kvöldin...hverja klukkustund.“
Þá sagðist hann jafnframt ekki eiga í sambandi við fyrrverandi tengdason sinn en sagði að eiginkona sín, June, hafði getað fyrirgefið íþróttakappanum.
„En þú verður að skilja að fyrirgefning leysir þig ekki undan glæpnum,“ bætti hann við.