Freud misnotaði ungar stúlkur

Mikil leit hefur verið gerð að Madeleine McCann fráþví hún …
Mikil leit hefur verið gerð að Madeleine McCann fráþví hún hvarf 2007. PA

Fyrrverandi sjónvarpsmaðurinn og stjórnmálamaðurinn Sir Clement Freud misnotaði stúlkubörn áratugum saman, að því er fram kemur á vef Daily Telegraph. Nafn Freud hefur nú skotið upp kollinum í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann, sem hvarf í fríi með fjölskyldu sinni árið 2007.

Freud, sem lést 2009, misnotaði árum saman stúlku sem hann annaðist sem dóttur sína og þá nauðgaði hann táningsstúlku með hrottalegum hætti á meðan hann var þingmaður. Ekkja Freud hefur beðið fórnarlömb manns síns afsökunar og hefur sagst vera „í áfalli, sorgbitin og virkilega leið“ yfir því hvað eiginmaður hennar til 58 ára hafi gert.

Lögreglumenn, sem rannsaka hvarf hinnar þriggja ára Madeleine McCann, hafa verið látnir vita af því að Freud var með hús á sumardvalarsvæðinu Praia da Luz í Portúgal, þaðan sem Madeleine hvarf. Freud vingaðist við McCann hjónin eftir að dóttir þeirra hvarf, bauð þeim tvisvar heim til sín og hélt tengslum við þau með símasambandi og tölvupóstum.

Foreldrar Madeleine segja áfall að uppgötva að Freud hafi verið barnaníðingur en að sögn fjölskyldu Freud var hann þó ekki í Portúgal þegar hún hvarf.

Daily Telegraph segir lögreglumenn sem vinna að rannsókninni engu að síður vera að meta þessar nýju upplýsingarnar og hvort ástæða sé til að kanna málið nánar.

Það voru dagskrárgerðarmenn Exposure, heimildamyndadeildar ITV-sjónvarpsstöðvarinnar, sem fyrst greindu frá því að Freud hefði verið barnaníðingur, en sami hópur upplýsti um misnotkun fjölmiðlamannsins Jimmy Sawille á ungum stúlkum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert