Þingkona breska Verkamannaflokksins, Jo Cox, er látin.
Greint var frá því fyrr í dag að hún hefði orðið fyrir skot- og stunguárás í bænum Birstall í Vestur-Jórvíkurskíri. Talið er að þingkonan hafi verið stungin nokkrum sinnum og skotin þremur skotum úr skammbyssu. Var hún flutt á sjúkrahús í Leeds, þar sem hún lést af sárum sínum.
Cox var 41 árs gömul og lætur eftir sig eiginmann og tvö börn.
Í yfirlýsingu sem lögreglan í Vestur-Jórvíkurskíri sendi frá sér fyrr í dag, segir að 52 ára karlmaður hafi verið handtekinn vegna málsins.
Frétt mbl.is: Bresk þingkona stungin og skotin