Engin „bein tengsl“ við hryðjuverkasamtök

Omar Mateen var 29 ára. Hann var skotinn til bana …
Omar Mateen var 29 ára. Hann var skotinn til bana af lögreglu. AFP

Yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, segir stofnunina ekki hafa fundið nein bein tengsl milli Omars Mateen, árásarmannsins í Orlando, og hryðjuverkasamtaka. Mateen varð 49 manns að bana í næturklúbbi. Hann særði 53. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, heimsækir í dag þá sem lifðu árásina af og ættingja þeirra sem létust. 

Mateen sagðist sjálfur tengjast hinum og þessum samtökum er hann átti í samskiptum við starfsmenn neyðarlínunnar, 911, sem og sjónvarpsstöðvar, á meðan árás hans stóð. 

Alríkislögreglan, FBI, hefur yfirheyrt eiginkonu Mateens, Noor Salman, í kjölfar árásarinnar. Hún segist hafa vitað af ætlunarverki hans en ekki tekist að stöðva hann. Í undirbúningi er að ákæra hana fyrir að láta yfirvöld ekki vita.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert