Í áfalli yfir glórulausri árás

Jo Cox var úrskurðuð látin um það bil klukkutíma eftir …
Jo Cox var úrskurðuð látin um það bil klukkutíma eftir að lögreglu barst útkall vegna árásarinnar. AFP

„Sam­ein­umst gegn hatr­inu sem leiddi til dauða henn­ar,“ eru skila­boðin sem Brend­an Cox, eig­inmaður breska þing­manns­ins Jo Cox sem var myrt fyr­ir utan bóka­safn í bæn­um Birstall í Vest­ur-Jór­vík­ur­skíri í dag, sendi frá sér í yf­ir­lýs­ingu í kvöld.

Jo Cox var skot­in til bana eft­ir að hafa fundað með kjós­end­um á bóka­safni í bæn­um sem er í kjör­dæm­inu henn­ar. Í yf­ir­lýs­ing­unni sem Brend­an sendi frá sér í kvöld lýs­ir hann Cox sem metnaðarfullri konu og seg­ir ljóst að „ekki eins gleðileg­ir“ tím­ar séu fram und­an hjá fjöl­skyld­unni.

Marg­ir hafa lýst yfir virðing­ar­vott við Jo á sam­fé­lags­miðlum og víðar. Lög­reglu­stjóri Vest­ur-Jór­vík­ur­skírs, Mark Burns-William­son, seg­ist hafa unnið náið með henni eft­ir að hún hafi verið kjör­in á þing. „Ég er í áfalli. Að svona ung kona hafi orðið fyr­ir þess­ari glóru­lausu árás og verið myrt í kjör­dæm­inu sínu þar sem hún var að þjóna sam­fé­lag­inu.“

Helga öll­um dög­um lífs síns í að berj­ast gegn hatr­inu

Í yf­ir­lýs­ingu Brend­ans seg­ir hann dag­inn í dag marka upp­hafið að nýj­um kafla. Seg­ir hann dag­ana fram und­an verða „erfiðari, sárs­auka­fyllri, ekki eins gleðileg­ir eða eins full­ir af ást“ en áður. Fimm­tíu og tveggja ára karl­maður er í haldi lög­reglu grunaður um verknaðinn.

AFP

Jo Cox var úr­sk­urðuð lát­in um það bil klukku­tíma eft­ir að lög­reglu barst út­kall vegna árás­ar­inn­ar en árás­in átti sér stað um há­degi að staðar­tíma.

„Ég, vin­ir Jo og fjöl­skylda ætl­um að helga öll­um dög­um lífs okk­ar í að elska og hlúa að börn­um okk­ar og berj­ast gegn hatr­inu sem varð Jo að bana,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Brend­ans.

Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks­ins, sagði Cox hafa þjónað sam­fé­lagi sínu um ævi­langt skeið og að hún hafi til­einkað sér djúp­stæða mann­gæsku. Enn frem­ur hafi hún staðið við gef­in lof­orð um að bæta heim­inn, standa vörð um mann­rétt­indi og gera enn bet­ur.

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Breta, sagði dauða Cox vera al­gjöra hörm­ung. „Hún var staðfast­ur og ást­rík­ur þingmaður,“ sagði Ca­meron í Twitter-færslu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert