Leiðtogar votta samúð sína

Breska þingkonan Joe Cox lést í skot- og stunguárás í …
Breska þingkonan Joe Cox lést í skot- og stunguárás í gær. Ljósmynd/Af Twitter-síðu Cox

Leiðtog­ar víða um heim hafa sent fjöl­skyldu og aðstand­end­um breska þing­manns­ins Jo Cox samúðarkveðjur í dag en Cox lést í gær eft­ir skot- og stungu­árás.

Ráðist var á Cox í Vest­ur-Jór­vík­ur­skíri í Bretlandi í gær. Árás­armaður­inn á að hafa öskrað „Bret­land í fyrsta sæti“ [„Put Britain first“] áður en hann hóf árás­ina. Cox var öt­ull bar­áttumaður fyr­ir því að Bret­ar héldu áfram í Evr­ópu­sam­band­inu. Lög­regl­an hef­ur hand­tekið mein­an árás­ar­mann. Er hann 52 ára og heit­ir Tommy Mair.

Hillary Cl­int­on sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu eft­ir and­lát henn­ar. „Mik­il­vægt er að Bret­ar og Banda­ríkja­menn standi sam­einaðir gegn hatri og of­beldi,“ skrifaði Cl­int­on.

Gabrielle Giffords, banda­rísk­ur þingmaður sem sjálf varð fyr­ir skotárás fyr­ir nokkr­um miss­er­um, sendi einnig kveðju í gegn­um Twitter. „Mér er ofboðið vegna árás­ar­inn­ar. Cox var ung, hug­rökk og dug­leg. Rís­andi stjarna, móðir og eig­in­kona,“ skrifaði Gifford.

Rachel Reeves, sam­flokks­kona Cox og þingmaður, sendi einnig kveðju. „Jo var elskuð af sam­fé­lagi sínu og var virk­ur þátt­tak­andi í því. Ef þing­menn ætla að vinna fyr­ir kjör­dæmi sitt, verða þeir að vera virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu.“

Th­eresa May, inn­an­rík­is­ráðherra Bret­lands og þingmaður Íhalds­flokks­ins, sendi einnig samúðarkveðjur. Þetta eru hræðileg­ar frétt­ir og hug­ur minn er hjá fjöl­skyldu Cox og vin­um. ég get ekki ímyndað mér sárs­auk­ann sem þau finna fyr­ir nú. Hug­ur okk­ar er hjá þeim á þess­um erfiðu tím­um,“ sagði May í sam­tali við BBC.

Hillary Clinton vottaði samúð sína í gær.
Hillary Cl­int­on vottaði samúð sína í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert