Leiðtogar víða um heim hafa sent fjölskyldu og aðstandendum breska þingmannsins Jo Cox samúðarkveðjur í dag en Cox lést í gær eftir skot- og stunguárás.
Ráðist var á Cox í Vestur-Jórvíkurskíri í Bretlandi í gær. Árásarmaðurinn á að hafa öskrað „Bretland í fyrsta sæti“ [„Put Britain first“] áður en hann hóf árásina. Cox var ötull baráttumaður fyrir því að Bretar héldu áfram í Evrópusambandinu. Lögreglan hefur handtekið meinan árásarmann. Er hann 52 ára og heitir Tommy Mair.
Hillary Clinton sendi frá sér yfirlýsingu eftir andlát hennar. „Mikilvægt er að Bretar og Bandaríkjamenn standi sameinaðir gegn hatri og ofbeldi,“ skrifaði Clinton.
Gabrielle Giffords, bandarískur þingmaður sem sjálf varð fyrir skotárás fyrir nokkrum misserum, sendi einnig kveðju í gegnum Twitter. „Mér er ofboðið vegna árásarinnar. Cox var ung, hugrökk og dugleg. Rísandi stjarna, móðir og eiginkona,“ skrifaði Gifford.
Rachel Reeves, samflokkskona Cox og þingmaður, sendi einnig kveðju. „Jo var elskuð af samfélagi sínu og var virkur þátttakandi í því. Ef þingmenn ætla að vinna fyrir kjördæmi sitt, verða þeir að vera virkir þátttakendur í samfélaginu.“
Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands og þingmaður Íhaldsflokksins, sendi einnig samúðarkveðjur. Þetta eru hræðilegar fréttir og hugur minn er hjá fjölskyldu Cox og vinum. ég get ekki ímyndað mér sársaukann sem þau finna fyrir nú. Hugur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu tímum,“ sagði May í samtali við BBC.