Morðið er árás á lýðræði Breta

00:00
00:00

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, og Jeremy Cor­byn, leiðtogi Verka­manna­flokks lands­ins, for­dæmdu í sam­ein­ingu morðið á breska þing­mann­in­um Jo Cox. Lýstu þeir verknaðinum sem „árás á lýðræði”.

Ca­meron og Cor­byn komu sam­an í kjör­dæmi Cox í Vest­ur-Jór­vík­ur­skíri í dag. Cor­byn sagði að þingið yrði kallað sam­an á mánu­dag vegna morðsins en Cox var skot­in og stung­in til bana fyr­ir utan bóka­safn í gær eft­ir að hafa fundað með kjós­end­um í kjör­dæm­inu.

David Cameron og Jeremy Corbyn komu saman í dag vegna …
Dav­id Ca­meron og Jeremy Cor­byn komu sam­an í dag vegna morðsins á breska þing­mann­in­um Jo Cox í gær. AFP

Fimm­tíu og tveggja ára karl­maður er í haldi lög­reglu vegna árás­ar­inn­ar og er hann sagður hafa hrópað „Bret­land í fyrsta sæti“ (e. Put Britain first) áður en hann réðst til at­lögu.

Gert var hlé á vegna ESB-at­kvæðagreiðslunn­ar í Bretlandi sem fer fram 23. júní nk. vegna morðsins. Báðar fylk­ing­ar gáfu það út í gær í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Co­byn sagðist hafa óskað eft­ir því að þingið kæmi sam­an til að stjórn­mála­menn gætu vottað Cox virðing­ar sinn­ar fyr­ir hönd allra íbúa Breta sem telja lýðræði verðmætt.

„Jo var framúrsk­ar­andi, frá­bær, mjög hæfi­leika­rík kona,” sagði Cor­byn. „Í minn­ingu henn­ar mun­um við ekki leyfa fólki sem dreif­ir hatri og eitri að þríf­ast í sam­fé­lagi okk­ar. Við mun­um styrkja lýðræði okk­ar og styrkja tján­ing­ar­frelsi okk­ar.”

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert