Ók inn í líkfylgd í Orlando

Tveir lögreglumenn voru fluttir á spítala.
Tveir lögreglumenn voru fluttir á spítala. Mynd af Twitter

Tveir lögreglumenn voru fluttir slasaðir á spítala eftir að kona ók bifreið sinni inn í miðja líkfylgd í jarðarför eins fórnarlambs skotárásarinnar á skemmtistaðnum Pulse í Orlando.

Fjölmargir voru að votta hinum látna virðingu sína og voru lögreglumenn á mótorhjólum í líkfylgdinni. Ástand annars lögreglumannsins er sagt vera alvarlegt en líðan hins mun vera stöðug.

Ökumaðurinn slasaðist ekki en í samtali við ABC segir talskona vegalögreglunnar að konan hafi beðið um að vera flutt á spítala. Var hún í sjokki eftir áreksturinn og vildi láta kíkja á sig. Ekki liggur fyrir hvort konan verði ákærð fyrir athæfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka