Skiptust á SMS-skilaboðum

Omar Mateen og eiginkona hans skiptust á skilaboðum kvöldið sem …
Omar Mateen og eiginkona hans skiptust á skilaboðum kvöldið sem hann réðst á skemmtistaðinn Pulse í Orlando. AFP

Árásarmaðurinn í Orlando skiptist á smáskilaboðum við eiginkonu sína kvöldið sem hann réðst á Pulse skemmtistaðinn. Þetta hefur CNN eftir lögregluyfirvöldum í Orlando.

Um tveimur tímum eftir að Omar Mateen hóf skotárásina sendi hann eiginkonu sinni, Noor Salman, SMS og spurði hvort hún hefði séð fréttirnar.

Hún svaraði honum og sagðist elska hann. Þá reyndi hún að hringja nokkrum sinnum í hann á meðan á árásinni stóð eftir að fréttir bárust af árásinni og að því er virðist hana fór að gruna að hann gæti staðið að baki hennar. Omar svaraði ekki símtölunum.

Ekki liggur ljóst fyrir hvort Noor hafi gert lögreglu viðvart um fyrirætlanir eiginmanns síns en þau giftu sig árið 2011 og eiga þriggja ára son.

Frétt CNN um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka