„Dauði á hendur svikara, frelsi fyrir Bretland“

Bretar skiptast í tvær fylkingar varðandi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu.
Bretar skiptast í tvær fylkingar varðandi áframhaldandi aðild að Evrópusambandinu. AFP

Bar­átt­an vegna þjóðar­at­kvæðagreiðslu um áfram­hald­andi aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­inu er far­in aft­ur í gang eft­ir að gert var á henni þriggja daga hlé í kjöl­far morðs bresku þing­kon­unn­ar Jo Cox.

Dav­id Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, var­ar við því að ekki verði hægt að „snúa til baka“ ef Bret­ar kjósa að yf­ir­gefa sam­bandið en hann tel­ur það einnig „niður­lægj­andi“ fyr­ir þjóðina verði svo úr að þeir yf­ir­gefi sam­bandið.

Thom­as Mair, meint­ur morðingi Cox, kom fyr­ir rétt á laug­ar­dag þar sem hann kallaði; „dauði á hend­ur svik­ara, frelsi fyr­ir Bret­land.“ Cox sem var 41 árs göm­ul, tveggja barna móðir og ötul bar­áttu­kona fyr­ir áfram­hald­andi veru Breta í Evr­ópu­sam­band­inu, var stung­in og skot­in til bana síðastliðinn fimmtu­dag.

Nú, þegar aðeins fjór­ir dag­ar eru þar til gengið verður til kosn­inga, sýna skoðanakann­an­ir fram á aukið fylgi við að vera áfram í sam­band­inu. Nig­el Fara­ge, sem berst fyr­ir út­göngu úr Evr­ópu­sam­band­inu, seg­ir morðið á þing­kon­unni hafa haft nei­kvæð áhrif á fylgi við að ganga úr sam­band­inu. Þó virðist enn tals­vert mjótt á mun­um.

Niður­stöður þjóðar­at­kvæðagreiðslunn­ar, sem einkum er kölluð Brex­it, munu setja mark sitt á framtíð bæði Bret­lands og Evr­ópu­sam­bands­ins eins og það legg­ur sig.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert