Hvítt rósabúnt í auðu sæti Cox

Þingmenn Bretlands minntust Jo Cox, þingmanns Verkamannaflokks Bretlands, á þinginu …
Þingmenn Bretlands minntust Jo Cox, þingmanns Verkamannaflokks Bretlands, á þinginu í dag en hún var myrt í Birstall síðastliðinn fimmtudag. AFP

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hvatti bresku þjóðina til að sameinast gegn hatrinu sem varð Jo Cox, þingmanni Verkamannaflokks Bretlands, að bana.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Orðin lét hann falla í ræðu á breska þinginu sem kom saman í dag til þess að minnast Cox sem var stungin og skotin til bana í breska bænum Birstall sl. fimmtudag.

Hinn 52 ára Thomas Mair sem grunaður er um að hafa orðið Cox að bana mætti fyrir dómara í gegnum fjarfundarbúnað skömmu áður en þingið kom saman. Dómarinn gerði Mair að sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi.

Rauðar og hvítar rósir fylltu upp í tómt sæti Cox …
Rauðar og hvítar rósir fylltu upp í tómt sæti Cox á breska þinginu í dag. AFP

„Sameinumst í dag, og um ókomna tíð, gegn hatrinu sem varð Cox að bana,” sagði Cameron í ræðu sinni.

Í sæti Cox á þinginu lá búnt af hvítum rósum og ein rauð rós. Hvítu rósirnar eru táknrænar fyrir heimaborg Cox, Yorkshire, en hvít rós er merki borgarinnar. Rauða rósin var til minningar um pólitískar skoðanir Cox í störfum hennar fyrir Verkamannaflokk Bretlands.

Ef ótti, óöryggi og reiði er notað til að kveikja neista þá er sprengingin óhjákvæmileg

Náinn vinur Cox á þinginu, Stephen Kinnock, minntist Cox með því að benda á auglýsingu Brexit-fylkingarinnar sem vill úr Evrópusambandinu. Auglýsingin birtist aðeins nokkrum tímum áður en Cox var myrt á fimmtudag en þar má sjá flóttamenn á vergangi yfir akur undir fyrirsögninni: „Komið að þolmörkum”.

Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, mætti í athöfnina í St. …
Boris Johnson, fyrrverandi borgarstjóri Lundúna, mætti í athöfnina í St. Margaret's kirkju í Lundúnum. AFP

„Jo skildi að boðskapur hefur afleiðingar. Ef ótti, óöryggi og reiði er notað til að kveikja neista þá er sprengingin óhjákvæmileg,” sagði Kinnock. Hann sagði að Cox hefði hneykslast á auglýsingunni og hafnað kröftuglega bölsýninni, aðskilnaðinum og örvæntingunni sem auglýsingin stendur fyrir öllu í senn.

Auglýsingin var birt vegna atkvæðagreiðslunnar um áframhaldandi veru Breta í Evrópusambandinu.sem fer fram á fimmtudag. Nigel Farage, einn forystumanna Brexit-herferðarinnar og formaður Sjálfstæðisflokks Breta (UKIP), varði auglýsinguna og sagði hana fanga flóttamannavandann innan Evrópusambandsins.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert