Segir andstæðinga notfæra sér morðið

Jo Cox, þingmaður Verkamannaflokks Bretlands, var myrt sl. fimmtudag.
Jo Cox, þingmaður Verkamannaflokks Bretlands, var myrt sl. fimmtudag. AFP

Breska þingið kom sam­an í dag til að minn­ast Jo Cox, þing­manns Verka­manna­flokks Bret­lands, sem var myrt síðastliðinn fimmtu­dag. Thom­as Mair, 52 ára bresk­ur maður sem grunaður er um morðið, mæt­ir fyr­ir dóm­ara síðar í dag.

Nigel Farage, formaður Sjálfstæðisflokks Bretlands (UKIP).
Nig­el Fara­ge, formaður Sjálf­stæðis­flokks Bret­lands (UKIP). AFP

Kosið verður um áfram­hald­andi aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­inu eft­ir þrjá daga, næst­kom­andi fimmtu­dag og hættu báðar fylk­ing­ar; áfram í ESB og úr ESB, allri kosn­inga­bar­áttu sinni í þrjá daga eft­ir morðið en bar­átt­an hófst að nýju í gær.

Í upp­hafi júní­mánaðar mæld­ist stuðning­ur við úr­sögn naum­lega meiri en við áfram­hald­andi aðild lands­ins að sam­band­inu en taflið hef­ur snú­ist við eft­ir morðið á Jo Cox og mæl­ist stuðning­ur við áfram­hald­andi aðild nú meiri.

Stjórn­mála­menn úr báðum fylk­ing­um komu sam­an á þing­inu í dag til þess að votta Jo Cox virðingu sína en hún barðist fyr­ir áfram­hald­andi aðild Breta að Evr­ópu­sam­band­inu.

Nig­el Fara­ge, einn for­ystu­manna úr­sagn­ar­fylk­ing­ar­inn­ar og formaður Sjálf­stæðis­flokks Bret­lands (UKIP), sakaði póli­tíska and­stæðinga sína um að not­færa sér morðið á Cox málstað sín­um í vil.

AFP

„Vera áfram-fylk­ing­in (e. Remain camp) not­fær­ir sér þenn­an hryll­ing með því að segja að þessi bilaði, hættu­legi ein­stak­ling­ur sé drif­inn áfram af sömu hlut­um og helm­ing­ur þjóðar­inn­ar, eða rúm­lega það, sem telja best að segja skilið við Evr­ópu­sam­bandið,“ sagði Fara­ge í sam­tali við BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert