Réttað yfir Thomas Mair í nóvember

Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, var myrt í breska bænum Birstall …
Jo Cox, þingkona Verkamannaflokksins, var myrt í breska bænum Birstall fyrir viku. AFP

Rétt­ar­höld yfir Thom­as Mair, sem hef­ur verið ákærður fyr­ir morðið á Jo Cox, þing­konu breska Verka­manna­floks­ins, hefjast í nóv­em­ber. Dóm­ar­inn í mál­inu til­kynnti um þetta í morg­un.

Mair, sem er 52 ára, er sakaður um að skjóta og stinga Cox til bana í breska bæn­um Birstall síðastliðinn fimmtu­dag, fyr­ir réttri viku. Sjö­tíu og sjö ára karl­maður sem kom Cox til hjálp­ar var jafn­framt stung­inn.

Morðið varpaði skugga á kosn­inga­bar­átt­una fyr­ir þjóðar­at­kvæðagreiðslu um framtíð Bret­lands í Evr­ópu­sam­band­inu sem fram fer í dag.

Mair mætti fyr­ir dóm­ara í miðborg Lund­úna um síðustu helgi. „Dauði fyr­ir svik­ara, frelsi fyr­ir Bret­land,“ sagði hann þegar hann var spurður um nafn sitt. Hann end­ur­tók setn­ing­una þegar spurn­ing­in var aft­ur bor­in und­ir hann.

Hann sit­ur í gæslu­v­arðhaldi en mæt­ir næst fyr­ir dóm­ara 19. sept­em­ber. Rétt­ar­höld­in yfir hon­um hefjast síðan 14. nóv­em­ber, en hann þarf að láta í ljós af­stöðu sína gagn­vart ákær­unni 4. októ­ber.

Jo Cox var á leið til fund­ar með kjós­end­um í kjör­dæmi sínu þegar ráðist var á hana. Hún var um­svifa­laust flutt á sjúkra­hús þar sem hún lést af sár­um sín­um. Hún læt­ur eft­ir sig eig­in­mann og tvö ung börn.

Frétt Reu­ters

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert