Háttsettur tyrkneskur embættismaður telur Ríki íslams bera ábyrgð á sjálfsmorðsárásunum á Ataturk-flugvelli í Istanbúl í kvöld. Frá þessu greinir fréttaveitan AP nú seint í kvöld.
Skotárás hófst um klukkan 22 í kvöld að tyrkneskum tíma. Lauk henni með þremur sjálfsmorðssprengjum.
Sjá frétt mbl.is: Þrjár sjálfsmorðssprengjur sprungu
Sjónarvottur segir við MSNBC að hann hafi séð lögreglumann koma hlaupandi að einum sjálfsmorðsárásarmanninum og tæklað hann í jörðina. Skömmu síðar sprakk sprengjan og tók líf þeirra beggja.