Reykur í þotu EgyptAir

AFP

Upptökur úr flugrita farþegaþotu EgyptAir, sem hrapaði í Miðjarðarhafið í síðasta mánuði, staðfesta að reykur var um borð í þotunni, að sögn egypskra rannsakenda.

Sjálfvirkt viðvörunarkerfi gaf til kynna að reykur hafi verið í nefi þotunnar og að eitthvað hafi verið að stjórnunarkerfi hennar.

Skilaboðin úr kerfinu gáfu til kynna að reykur hafi verið í framhluta vélarinnar, sérstaklega í salerni og vélarrými fyrir neðan flugstjórnarklefann. Reykskynjarar þar hafi farið í gang aðeins nokkrum mínútum áður en þotan hvarf af ratsjá.

Rannsakendurnir segja að upptökurnar úr flugritanum séu í samræmi við þessi skilaboð.

Þotan, sem er af gerðinni Air­bus A320, hrapaði til jarðar 19. maí síðastliðinn. Sex­tíu og sex manns voru um borð.

Þotan var á leið frá Par­ís­ til Kaíró þegar hún hvarf af rat­sjá.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert