Segir Ríki íslams bera ábyrgð

Vinir og vandamenn syrja hina látnu.
Vinir og vandamenn syrja hina látnu. AFP

John Brennan, yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, segir allt benda til þess að samtökin Ríki íslams hafi staðið að baki hryðjuverkaárásinni á Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl í gærkvöldi.

Það hefur þó ekki enn fengist staðfest. Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu.

Þrír vopnaðir menn hófu skothríð og sprengdu sig í loft upp á flugvellinum í gærkvöldi. 42 manns féllu í árásinni, þar á meðal þrettán erlendir ferðamenn, en til viðbótar særðust yfir 230 manns.

Strax í gærkvöldi bendluðu tyrknesk stjórnvöld Ríki íslams við árásina.

Brennan sagði í kvöld að vígamenn samtakanna hefðu áður staðið að baki svipuðum árásum og í Istanbúl.

Hann sagði jafnframt að það kæmi sér ekki á óvart ef samtökin legðu nú á ráðin um hryðjuverkaárásir á Bandaríkin sem og á bandarísk skotmörk um allan heim, að því er segir í frétt Reuters.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert