Sýnir árásarmann sprengja sig í loft upp

Frá flugvellinum í gær.
Frá flugvellinum í gær. AFP

Myndband sem virðist sýna augnablikið þar sem einn árásarmannanna á flugvellinum í Istanbúl sprengir sig í loft upp hefur verið birt á veraldarvefnum.

CNN er á meðal þeirra erlendu miðla sem birt hafa myndbandið og segir miðillinn það sýna upptökur úr öryggismyndavél á flugvellinum.

Þrjár sjálfsmorðssprengjur sprungu við Ataturk-flugvöllinn í gær skömmu eftir klukkan 22 að tyrkneskum tíma. Áður höfðu árásarmennirnir staðið fyrir skotárás. Að minnsta kosti 36 eru látnir og á annað hundrað slasaðir.

Myndbandið sýnir fólk á hlaupum. Einn fellur og virðist missa frá sér skotvopn. Annar einstaklingur hleypur að honum og flýtir sér síðan í burtu. Hreyfing sést frá brjósti þess á gólfinu og augnabliki síðar verður gríðarleg sprenging.

mbl.is varar við myndskeiðinu, sem sjá má hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert