Þrettán erlendir ferðamenn látnir

Móðir eins af fórnarlömbunum harmi slegin við flugvöllinn í Istanbúl.
Móðir eins af fórnarlömbunum harmi slegin við flugvöllinn í Istanbúl. AFP

Tala látinna eftir hryðjuverkaárásina á Ataturk-flugvöllinn í Istanbúl hefur hækkað og segir breska ríkisútvarpið nú að 41 hafi fallið. Að minnsta kosti þrettán þeirra eru erlendir ferðamenn. Til viðbótar séu 230 særðir.

Enginn hefur enn lýst yfir ábyrgð á ódæðinu. Þrír vopnaðir menn hófu skothríð og sprengdu sig í loft upp á flugvellinum í gærkvöldi. Tyrknesk stjórnvöld hafa bendlað Ríki íslams við árásina en aðild þeirra hefur ekki verið staðfest.

Ríkisstjóri Istanbúl hefur staðfest að 41 sé látinn eftir árásina og 239 særðir. Að minnsta kosti þrettán þeirra látnu eru annaðhvort erlendir ríkisborgarar eða hafa tvöfalt ríkisfang. Af þeim særðu hafa 109 verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Staðfest er að einn Úkraínumaður og einn Írani hafi látið lífið.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert