Dönskum lögum beitt í fyrsta sinn

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Dönsk­um lög­um sem heim­ila yf­ir­völd­um að gera fjár­muni og hluti í fór­um hæl­is­leit­enda upp­tæka, sé verðmæti þeirra yfir 10.000 dönsk­um krón­um, um 183.000 ís­lensk­um, hef­ur nú verið beitt í fyrsta sinn.

Politiken grein­ir frá því að lög­regla hafi hand­tekið fimm út­lend­inga á Kast­rup flug­velli á þriðju­dag, sem reyndu að kom­ast til Dan­merk­ur með fölsuðum skil­ríkj­um. Höfðu þau í fór­um sín­um evr­ur og Banda­ríkja­dali að verðmæti 129.000 danskra króna, eða tæp­lega tveggja og hálfr­ar millj­óna ís­lenskra.

Voru pen­ing­ar að and­virði 79.000 danskra króna því gerðir upp­tæk­ir, en það er upp­hæðin sem eft­ir stend­ur þegar 10.000 dansk­ar krón­ur hafa verið dregn­ar af heild­ar­fund­in­um fyr­ir hvern ein­stak­ling. Hóp­ur­inn sem var hand­tek­inn kem­ur frá Íran og sam­an­stend­ur af tveim­ur körl­um og þrem­ur kon­um, á aldr­in­um 26 til 35 ára. Munu þau sækja um hæli í Dan­mörku.

Lög­in tóku gildi í fe­brú­ar og þessu ári og þykja um­deild. Hlut­verk þeirra er að gera stöðu hæl­is­leit­enda sam­bæri­lega stöðu at­vinnu­lausra í Dan­mörku, en þeir verða að selja hluta af sín­um eig­um til að geta farið fram á bæt­ur frá rík­inu. Eiga þau verðmæti sem tek­in eru af hæl­is­leit­end­um að vera notuð í kostnað við uppi­hald þeirra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka