Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni á kaffihús í miðbæ Dhaka, höfuðborgar Bangladess.
Vígamenn á vegum samtakanna réðust inn á kaffihúsið í kvöld, vopnaðir byssum, og tóku nokkra gísla, að sögn yfirvalda. Kaffihúsið er í Gulshan-hverfinu í miðbæ borgarinnar.
Nokkrir erlendir ferðamenn eru á meðal þeirra sem eru í haldi. Vígamennirnir eru átta eða níu talsins.
Tveir lögregluþjónar féllu og um þrjátíu manns særðust í skotbardaga á milli vígamannanna og lögreglu.
Í yfirlýsingu Ríkis íslams, sem birt var á fréttasíðu samtakanna í kvöld, segir að vígamenn hafi ráðist á veitingastað sem útlendingar haldi sig á. Þar segir jafnframt að yfir tuttugu manns hafi verið drepnir í árásinni, en það hefur hins vegar ekki fengist staðfest, að því er fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins.
Liðsmenn öryggissveita segjast nú reyna að semja um lausn gíslanna.
Fregnir herma að allt að tuttugu útlendingar séu á meðal þeirra sem eru í haldi.
„Við viljum leysa þetta friðsamlega. Við erum að reyna að tala við árásarmennina,“ sagði Benazir Ahmed lögreglustjóri.
Forgangsmál sé að bjarga gíslunum.
Lögreglan segir að byssumennirnir hafi ráðist inn á Holey Artisan Bakery klukkan 21:20 að staðartíma og hafið skothríð.
Kaffihúsið er sagt vinsælt á meðaln
Frétt mbl.is: Gíslataka á kaffihúsi í Bangladess