Segja Ríki íslams bera ábyrgð

Akhmed Chatayev er stundum kallaður Akhmed einhenti.
Akhmed Chatayev er stundum kallaður Akhmed einhenti.

Þeir sem skipulögðu sprengjutilræðið á flugvellinum í Istanbul í Tyrklandi eru þekktir hryðjuverkamenn sem eru háttsáttir innan hers Ríkis íslams. Þetta hefur CNN fréttastofan eftir bandarískum stjórnvöldum. 

Akhmed Chatayev sem er frá frá Kákasussvæðinu í Rússlandi er í fréttinni sagður hafa stjórnað aðgerðum mannanna þriggja sem sprengdu sig í loft upp á flugvellinum. Þetta staðfestir talsmaður heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna.

43 létust og tugir særðust í árásinni.

Tyrkneskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem skipulagði árásina sé kallaður Akhmed einhenti. Ekki er ljóst hvar hann felur sig en tengsl hans við hryðjuverkasamtök eru þekkt. Hann hefur margoft farið til Sýrlands og er einn helsti yfirmaður hermála hjá Ríki íslams. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert