Elie Wiesel látinn

Elie Wiesel.
Elie Wiesel. AFP

Elie Wiesel, rithöfundur og handhafi friðarverðlauna Nóbels, er látinn, 87 ára að aldri.

Hann lést í Bandaríkjunum, þar sem hann hafði búið frá því á sjöunda áratug síðustu aldar.

Wiesel varð frægur eftir að hann skrifaði um reynslu sína sem unglingur í útrýmingarbúðum nasista í Auschwitz og Buchenwald. Þar missti hann móður sína, föður og yngri systur.

Hann hlaut friðar­verðlaun Nó­bels árið 1986.

Yad Vashem-minningarsetrið um helförina tilkynnti andlát hans í dag.

Wiesel fæddist í Rúmeníu árið 1928. Árið 1944 voru hann og fjölskylda hans send til útrýmingarbúðanna í Auschwitz.

Móðir hans og ein systir voru myrtar þar en faðir hans lést úr hungri. Tvær aðrar systur hans komust lífs af, líkt og hann sjálfur.

Eftir stríðið bjó Wiesel á munaðarleysingjahæli í Frakklandi og gerðist hann blaðamaður. 

Hann skrifaði yfir sextíu bækur, þar á meðal Nóttina, sem fjallar einmitt um reynslu hann í útrýmingarbúðunum.

Frétt BBC

Elie Wiesel og Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Myndin er …
Elie Wiesel og Ronald Reagan, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Myndin er tekin í október 1986. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka