Refsing sem kveðin var upp yfir Oscari Pistorius í morgun hefur vakið hörð viðbrögð á Twitter, og virðast margir ósáttir við það að hann hafi aðeins fengið sex ára dóm fyrir morð. Eins og kunnugt er skaut Pistorius unnustu sína Reevu Steenkamp til bana á valentínusardaginn fyrir þremur árum.
Frétt mbl.is: Pistorius fékk sex ára dóm
#Pistorius Reeva's family looks stunned at the fact that OP received only six years in jail for killing her
— Debora Patta (@Debora_Patta) July 6, 2016
The true life story, How To Get Away With Murder #OscarPistorius pic.twitter.com/yJ75pUsozW
— Lebo Lukewarm (@lebolukewarm) July 6, 2016
I'm pretty sure the world is LOLing real hard at our justice system today. #OscarPistorius #OscarSentencing
— Maps Maponyane (@MapsMaponyane) July 6, 2016
6 years for Murder is a joke. If #OscarPistorius was a man of colour he'd be given a much longer sentence, crazy racist world we live in.
— Evan Meade (@MeadeEvan) July 6, 2016
Pistorius losnaði úr fangelsi í borginni Pretoríu í Suður-Afríku í október eftir að hafa afplánað eitt ár af fimm ára dómi sem hann fékk fyrir manndráp af gáleysi. Áfrýjunardómstóll breytti dóminum í desember og sakfelldi hann fyrir morð. Í morgun var refsing svo kveðin upp yfir honum; sex ára fangelsi.
Dómstóllinn dæmir menn venjulega í að minnsta kosti 15 ára fangelsi fyrir morð, en dómarinn Thokozile Masipa vék frá þessu og taldi upp fjölmargar staðreyndir sem hún taldi til mildunar dómsins. Sú staðreynd að hann hefði reynt að bjarga lífi Steenkamp eftir að hann skaut hana hafi átt stóran þátt í mildun dómsins, sem og sú staðreynd að hann hafi ítrekað reynt að biðja fjölskyldu hennar afsökunar.
Masipa sagði að löng fangelsisvist myndi ekki þjóna tilgangi sínum í þessu máli. Pistorius væri ólíklegur til að fremja endurtekin brot og hann hefði sýnt mikla iðrun í gegnum réttarhöldin. Þar að auki væri hann viðkvæmur og ætti erfitt uppdráttar í fangelsi.
Judge Masipa has imposed 6 years in prison for murder, much less than the prescribed 15-year minimum. Looks of confusion in court.#Pistorius
— Pumza Fihlani (@Pumza_Fihlani) July 6, 2016
Legal experts outside court say sentence is "shocking". They say Judge was "sympathetic" to #Pistorius. They tell me State should appeal.
— Pumza Fihlani (@Pumza_Fihlani) July 6, 2016
#OscarPistorius hugs his sister last before he disappears. She is in tears
— Alex Crawford (@AlexCrawfordSky) July 6, 2016
Fréttakonan Karyn Maughan segir frá því á Twitter að Pistorius muni ekki áfrýja dómnum, enda segi verjendur hans niðurstöðuna sanngjarna. Ríkið geti þó ekki útilokað að málinu verði áfrýjað af þeirra hálfu.
BREAKING: #OscarPistorius not appealing his sentence.
— Karyn Maughan (@karynmaughan) July 6, 2016
#OscarPistorius attorney: we think the sentence is fair.
— Karyn Maughan (@karynmaughan) July 6, 2016
BREAKING: state says it can't rule out possibility of appeal against #OscarPistorius sentence.
— Karyn Maughan (@karynmaughan) July 6, 2016
Þá segja aðrir fréttamenn á svæðinu frá því á Twitter að Pistorius muni geta losnað út úr fangelsi eftir að hafa setið inni þriðjung af tímanum. Hann geti því hugsanlega losnað út eftir tvö ár. Pistorius verður færður í fangelsi í dag.
#Pistorius Legal experts say OP can be paroled for good behaviour after serving a third of the sentence - that is two years
— Debora Patta (@Debora_Patta) July 6, 2016
#OscarPistorius has been sentenced to 6 years. He has to serve 50% of his sentence. He will go to jail today
— Nomsa Maseko (@nomsa_maseko) July 6, 2016
RETWEET if you want the State to appeal the lenient #OscarPistorius sentence.
— Yusuf Abramjee (@Abramjee) July 6, 2016