Grunaði árásarmaðurinn sem skiptist á skotum við lögregluna í Dallas í bílageymslu er sagður látinn, þó svo að lögreglan hafi ekki staðfest það. Talið er að hann hafi framið sjálfsvíg.
Hann er einn fjögurra grunaðra sem talið er að hafi hafið samræmda skotárás til að myrða lögregluþjóna í Dallas. Hinir þrír eru allir í haldi lögreglunnar.
Fimm lögreglumenn eru látnir eftir árásina.
Frétt mbl.is: Fimm lögreglumenn myrtir í Dallas
Hér sjást lögreglumenn standa heiðursvörð við Parkland-sjúkrahúsið í Dallas vegna þeirra kollega sinna sem létust:
Dallas PD officers in line outside Parkland Hospital saluting their fellow officers lost in the line of duty. pic.twitter.com/VKuFoVze49
— FOX 4 NEWS (@FOX4) July 8, 2016