Nasisti má vera kanadískur

Kanadískt vegabréf. Fyrrum nasisti verður ekki sviptur kanadískum ríkisborgararétti.
Kanadískt vegabréf. Fyrrum nasisti verður ekki sviptur kanadískum ríkisborgararétti. Skjáskot cic.gc.ca

Kanadísk­ur fyrr­ver­andi meðlim­ur dauðasveita nas­ista hef­ur unnið dóms­mál sem heim­il­ar hon­um að dvelja áfram í Kan­ada, en kanadíska ríkið hef­ur reynt að aft­ur­kalla rík­is­borg­ara­rétt hans í tvo ára­tugi. Ríkið áfrýjaði dómn­um en hæstirétt­ur Kan­ada hef­ur neitað að taka málið fyr­ir.

Helmut Oberland­er flutti til Kan­ada frá Þýskalandi 1954 og fékk kanadísk­an ríki­borg­ara­rétt sex árum síðar. Kan­ada bann­ar þeim sem komið hafa að stríðsglæp­um að öðlast rík­is­borg­ara­rétt, en Oberland­er greindi kanadísk­um stjórn­völd­um ekki frá fortíð sinni við kom­una til lands­ins.

Kanadíska ríkið hef­ur þris­var svipt Oberland­er rík­is­borg­ara­rétti síðan 1995, en hann hef­ur alltaf áfrýjað og haldið rétt­in­um.

Sjálf­ur seg­ir Oberland­er að hann hafi starfað nauðugur með nas­ist­um sem þýðandi og hafi aldrei tekið þátt í grimmd­ar­verk­um þeirra. Lögmaður hans seg­ist ánægður með niður­stöðuna, en rétt­ar­höld­in hafi tekið á skjól­stæðing sinn og fjöl­skyldu hans.

Þá sé órétt­látt að svipta hann rík­is­borg­ara­rétti eft­ir 50 ára veru í land­inu, auk þess sem hann hafi hvorki framið stríðsglæpi né tekið þátt í slík­um. The Guar­di­an grein­ir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert