Lögreglan í New York tilkynnti í morgun um aukinn viðbúnað og varúðarráðstafanir í kjölfar árásanna í Dallas þar sem fimm lögregluþjónar biðu bana.
William Bratton, lögreglustjóri í New York, sagði að lögregluþjónar sem sinna eftirliti ferðist nú í pörum og óvopnaðir lögregluþjónar í varaliði lögreglunnar muni ekki vera á götum úti
Bratton sagði þó að engar sérstakar ógnir steðji að lögreglunni í New York. Hann sagði aftur á móti að atburðirnir í Dallas geti komið fyrir í hvaða amerísku borg eða bæ og hvenær sem er. Auk þess sagði hann lögregluyfirvöld eiga við mikinn vanda að etja vegna gríðarlegs magns skotvopna í Bandaríkjunum.
Fimm lögregluþjónar voru myrtir í Dallas í morgun og sjö aðrir slösuðust þegar a.m.k. ein leyniskytta skaut á þá þegar mótmæli gegn lögregluofbeldi gegn svörtum fóru fram í borginni í morgun. Árásarmaðurinn sagði við samningamann lögreglunnar að hann hafi viljað myrða hvítar löggur vegna dauða svartra af völdum lögreglunnar.