Byssumaðurinn sem var drepinn í átökum við lögreglu í Dallas í nótt sagðist vera reiður vegna drápa lögreglumanna á svörtu fólki og að hann vildi drepa hvíta lögreglumenn. Lögreglustjórinn í borginni segir manninn hafa verið drepinn þegar lögreglumenn beittu sprengjum gegn honum.
Lögreglustjórinn David Brown segir að byssumaðurinn hafi sagt lögreglumönnum að hann stæði einn að árásinni. Fimm lögreglumenn og sjö aðrir eru særðir eftir að leyniskyttur skutu á þá á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi stóð í gærkvöldi. Þrennt er í haldi lögreglu.
Árásarmaðurinn á jafnframt að hafa sagt að hann væri reiður vegna mótmælahreyfingarinnar Svört líf skipta máli [e. Black Lives Matter], vegna skotárása lögreglumanna nýlega og hvíts fólki og að hann hafi viljað drepa hvítt fólk, sérstaklega hvíta lögregluþjóna.
„Hann sagðist ekki tengjast neinum hópum og að hann hefði gert þetta einn,“ sagði Brown.
Áður hafði lögreglustjórinn sagt að lögreglu grunaði að byssumennirnir hefðu unnið saman. Tvær leyniskyttur hefðu skotið á lögreglumenn „úr hæð“.