Hammond fjármálaráðherra Bretlands

Philip Hammond er nýr fjármálaráðherra Bretlands.
Philip Hammond er nýr fjármálaráðherra Bretlands. AFP

Philip Hammond hefur verið skipaður nýr fjármálaráðherra Bretlands. Þetta kom fram í tilkynningu frá breska forsætisráðuneytinu.

Hammond tekur við af George Osborne, sem hætti í ríkisstjórninni eftir að Theresa May tók við sem forsætisráðherra Bretlands.

Hammond var áður utanríkisráðherra í ríkisstjórn Davids Camerons.

Osborne hafði unnið náið með Cameron og áður en þjóðaratkvæðagreiðslan um áframhaldandi veru Breta í ESB fór fram var hann talinn líklegur eftirmaður hans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka