21 árs Pokémon-þjálfari, Michael Baker, varð fyrir stunguárás í Oregon í Bandaríkjunum þegar hann var á Pokémon-veiðum í tölvuleiknum Pokémon Go.
Baker var á göngu þegar hann gekk fram á annan mann, sem hann taldi að gæti einnig verið að spila leikinn. „Ég spurði hvort hann væri að spila Pokémon Go. Hann sagði „hvað?“ og dró upp hníf.“
Baker leitaði ekki læknisaðstoðar strax eftir stunguna, því hann vildi halda áfram að leita að Pokémonum. Hann segist ætla að fara varlega í framtíðinni, en mun halda áfram að vinna að markmiði sínu; að fanga alla Pokémonana.
Lögregla hefur ekki haft hendur í hári árásarmannsins og segist ekki geta gefið út neinar upplýsingar um málið.