Theresa May formlega tekin við

Theresa May hneigir sig fyrir drottningunni.
Theresa May hneigir sig fyrir drottningunni. AFP

Elísabet Bretlandsdrottning hefur nú gefið Theresa May formlegt leyfi til þess að mynda ríkisstjórn og er May nú formlega orðin nýr forsætisráðherra Bretlands. Elísabet tók á móti May í Buckingham-höll skömmu eftir klukkan hálfsex að staðartíma, hálffimm að íslenskum tíma. Skömmu áður hafði Elísabet tekið á móti David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra, og veitt honum lausn.

Fyrri frétt mbl.is: Cameron kveður Downing-stræti

Cameron og fjölskylda hans voru í Buckingham-höll í um hálftíma og á meðan beið bifreið fyrir utan þinghúsið til þess að flytja May og eiginmann hennar yfir í höllina. Þær mínútur sem liðu frá því að Cameron var veitt lausn og May var sett sem forsætisráðherra var enginn forsætisráðherra yfir Bretlandi.

Frá höllinni fór May að Downing-stræti, sem eru híbýli forsætisráðherrans. Mun hún flytja inn með eiginmanni sínum, Phillip, en þau eiga engin börn.

May ávarpaði mannfjöldan fyrir utan Downing stræti þegar hún kom þangað og hét því að búa til land sem virkar fyrir alla, ekki bara þá sem njóta forréttinda.

Þá sagði hún það markmið hennar að „byggja upp betra Bretland“. Lofaði hún að veita þeim sem eru „rétt svo að ná endum saman“ og „vinna stanslaust“ meiri stjórn yfir lífum sínum.

Philip stóð fyrir aftan hana á meðan hún ræddi við fjölmiðla og aðra. Lagði hún áherslu á „hið verðmæta samband“ milli Englands, Skotlands, Wales, Norður-Írlands og „okkar allra“.

May er þrettándi forsætisráðherrann sem tekur við undir stjórn Elísabetar drottningar. Er þetta í annað skiptið í sögunni sem kona er skipuð forsætisráðherra Bretlands, sú fyrsta var Margaret Thatcher en hún tók við árið 1979 og var í embætti til ársins 1990.

May og drottningin hittust í Buckingham-höll.
May og drottningin hittust í Buckingham-höll. AFP
May kemur inn í höllina ásamt eiginmanni sínum Phillip.
May kemur inn í höllina ásamt eiginmanni sínum Phillip. AFP
Theresa May og Philip fyrir utan Downing-stræti rétt í þessu.
Theresa May og Philip fyrir utan Downing-stræti rétt í þessu. AFP
May hjónin ganga inn á nýja heimilið
May hjónin ganga inn á nýja heimilið AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert