Óttast er að um sextíu manns hafi látist og hundruð slasast þegar sendibifreið var ekið inn í mannfjölda sem var að fagna þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, í borginni Nice í suðurhluta landsins.
Fregnir herma að ökumaður bifreiðarinnar hafi farið út úr henni og hafið skothríð. Hann var í framhaldinu skotinn til bana.
„Það var blóðbað á götunni. Lík alls staðar,“ sagði Wassim Bouhlel, íbúi Nice, við AP-fréttastofuna.
Christian Estrosi, bæjarstjóri Nice, skrifaði á Twitter að tugir hefðu látist. „Kæru íbúar Nice. Ökumaður vörubíls virðist hafa valdið dauða tuga manns. Haldið ykkkur inni á heimilum ykkar. Fleiri upplýsingar síðar."
Cher niçois, le chauffeur d'un camion semble avoir fait des dizaines de morts. Restez pour le moment à votre domicile. Plus d'infos à venir
— Christian Estrosi (@cestrosi) July 14, 2016
Atvikið átti sér stað á meðan á flugeldasýningu stóð.
Talið er að um árás hafi verið að ræða. Samkvæmt fréttamanni AFP var hvítri sendibifreið ekið á fullri ferð inn í mannfjöldann. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu.
Fregnir hafa borist af því að lögreglan og manneskja í bifreiðinni hafi skipst á skotum en þær hafa ekki verið staðfestar.
Witness to @jimsciutto: Truck driver accelerated as he mowed people down https://t.co/lNICMCLo4h https://t.co/DwJTwFlxSY
— The Situation Room (@CNNSitRoom) July 14, 2016
Multiple people killed when truck runs into a crowd in Nice, France, mayor says. https://t.co/bGeOvtWtEQ
— CNN Breaking News (@cnnbrk) July 14, 2016
BREAKING: Reports of multiple casualties in #Nice #France after a truck is driven into a crowd. - @News_Executive pic.twitter.com/XEV8Hc0dGL
— Conflict News (@Conflicts) July 14, 2016