Bifreið ekið inn í mannfjölda í Nice

Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn standa skammt frá bifreiðinni sem ók inn …
Lögreglumenn og sjúkraflutningamenn standa skammt frá bifreiðinni sem ók inn í mannfjöldann. AFP

Óttast er að um sextíu manns hafi látist og hundruð slasast þegar sendibifreið var ekið inn í mannfjölda sem var að fagna þjóðhátíðardegi Frakka, Bastilludeginum, í borginni Nice í suðurhluta landsins. 

Fregnir herma að ökumaður bifreiðarinnar hafi farið út úr henni og hafið skothríð. Hann var í framhaldinu skotinn til bana.

„Það var blóðbað á götunni. Lík alls staðar,“ sagði Wassim Bouhlel, íbúi Nice, við AP-fréttastofuna.

Christian Estrosi, bæjarstjóri Nice, skrifaði á Twitter að tugir hefðu látist. „Kæru íbúar Nice. Ökumaður vörubíls virðist hafa valdið dauða tuga manns. Haldið ykkkur inni á heimilum ykkar. Fleiri upplýsingar síðar."

Atvikið átti sér stað á meðan á flugeldasýningu stóð.

Talið er að um árás hafi verið að ræða. Samkvæmt fréttamanni AFP var hvítri sendibifreið ekið á fullri ferð inn í mannfjöldann. Mikil skelfing greip um sig á svæðinu.

Fregnir hafa borist af því að lögreglan og manneskja í bifreiðinni hafi skipst á skotum en þær hafa ekki verið staðfestar.


 

Bifreiðin sem um ræðir.
Bifreiðin sem um ræðir. Ljósmynd/Skjáskot af vef Sky News
Frá flugeldasýningunni í Nice í kvöld. Bifreiðinni var ekið á …
Frá flugeldasýningunni í Nice í kvöld. Bifreiðinni var ekið á fólkið á sama tíma. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka