Marie Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, hefur hvatt Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra landsins, til að segja af sér vegna árásarinnar í Nice.
„Í öllum öðrum löndum í heiminum myndi ráðherra sem stendur frammi fyrir slíkum fjölda dauðsfalla, 250 á 18 mánuðum, hætta störfum,“ sagði Le Pen á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins.
Um er að ræða þriðju stóru hryðjuverkaárásina á Frakkland á síðustu 18 mánuðum og hefur ríkisstjórn landsins verið gagnrýnd af flokkum stjórnarandstöðunnar og dagblöðum fyrir „sömu gömlu yfirlýsingarnar“ í kjölfar atburðarins.
Bernard Cazeneuve greindi frá því eftir árásina að Frakkland ætti í höggi við „nýja tegund árása“.