Vill að ráðherrann segi af sér

Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands.
Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands. AFP

Marie Le Pen, formaður frönsku Þjóðfylkingarinnar, hefur hvatt Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra landsins, til að segja af sér vegna árásarinnar í Nice.

„Í öllum öðrum löndum í heiminum myndi ráðherra sem stendur frammi fyrir slíkum fjölda dauðsfalla, 250 á 18 mánuðum, hætta störfum,“ sagði Le Pen á blaðamannafundi í höfuðstöðvum flokksins.

Marie Le Pen ásamt Austurríkismanninum Hans Christian Strache.
Marie Le Pen ásamt Austurríkismanninum Hans Christian Strache. AFP

Um er að ræða þriðju stóru hryðjuverkaárásina á Frakkland á síðustu 18 mánuðum og hefur ríkisstjórn landsins verið gagnrýnd af flokkum stjórnarandstöðunnar og dagblöðum fyrir „sömu gömlu yfirlýsingarnar“ í kjölfar atburðarins.

Bernard Cazeneuve greindi frá því eftir árásina að Frakkland ætti í höggi við „nýja tegund árása“.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert