Fimm aðstoðuðu Bouhlel í Nice

Franskir hermenn ganga fram hjá stað þar sem almenningur hefur …
Franskir hermenn ganga fram hjá stað þar sem almenningur hefur minnst fórnarlambanna í Nice. AFP

Árásarmaðurinn í Nice, Mohamed Lahouaiej Bouhlel, naut aðstoðar fimm einstaklinga þegar hann undirbjó voðaverkið á þjóðhátíðardegi Frakka.

Að sögn ríkissaksóknarans Francois Molins tóku fjórir menn og ein kona þátt í undirbúningi árásarinnar, sem var skipulögð í marga mánuði.

Allir fimm eru í haldi lögreglunnar.

Einn hinna grunuðu tók upp myndband af staðnum, þar sem árásin var gerð, daginn eftir árásina þar sem fjöldi lögreglumanna og blaðamanna var á ferli.

84 létu lífið þegar Bouhlel ók vöruflutningabíl inn í mikinn mannfjölda á strandgötu í Nice. Hann var skotinn til bana af lögreglu.

Paris Francois Molins, ríkissaksóknari á blaðamannafundi.
Paris Francois Molins, ríkissaksóknari á blaðamannafundi. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka