Fréttaritari New York Times, Rukmini Callimachi, segir frá reynslu sinni á twittersíðu sinni en hún er stödd í München.
Hefst saga hennar á flugvellinum í borginni, þar sem margir farþegar voru fastir vegna lokunar á vegum. Með hjálp flugvallarstarfsmanna tókst henni að ná í leigubíl og sagði bílstjórinn að sér hefði verið bannað að taka upp farþega af götunni þar sem óttast var að byssumenn gætu reynt að flýja með leigubíl.
Á bílastæði Schwabing-sjúkrahússins í München tekur við átakanleg sjón. Áhyggjufullur faðir með blóðhlaupin augu gengur þar í hringi.
4. Emotional, hard-to-watch scene at Krankenhaus Schwabing hospital. In the parking lot, a father with bloodshot eyes walks in circles
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Hann segir dóttir sína og son hafa verið í verslunarmiðstöðinni þegar skotárásin var gerð. Dóttirin hafi komist út en sonurinn sé ófundinn.
5. He explains that his teenage daughter & son were at the Olympic mall when shooting erupted. Daughter made it out. They can't find son
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Þetta er fjórða sjúkrahúsið sem hann heimsækir í von um að finna son sinn, sem er 17 ára. Raunar vita ættingjar hans hvað kom fyrir og frænka hans dregur fréttaritarann afsíðis.
6. It's 4th hospital he's. gone to try to find his 17-year old son. In fact relatives know what happened. A cousin shows me pics on cell
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Þar er dreginn upp sími með myndum sem sýna táningsdreng liggjandi í blóði sínu. Þegar faðirinn nálgast setur hún símann niður.
7. She walks me away from father & flips through images showing teen lying in pool of blood. She hides phone when father approaches
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Frænkan fékk myndirnar sendar og sýna þær soninn alvarlega slasaðan, ef ekki látinn. Hún sýnir föðurnum ekki myndirnar þar sem hann er hjartveikur.
8. Cousin has received images from scene showing boy was seriously hurt, if not killed. Not sharing with father bc he has a heart condition
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Sjúkrabíll kemur aðvífandi og fjölskyldan þeysist inn á sjúkrahúsið. Dóttirin sem lifði af er þar komin, grátandi.
9. We are in parking lot when ambulance arrives. Family rushes it. Inside is teenage daughter who survived. She emerges screaming/crying
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Fjölskyldan faðmar hana að sér. Sjúkraliðar hafa vafið hana inn í hvítt teppi, hugsanlega þar sem hún er í áfalli.
10. Family hugs her tightly. Emergency workers have wrapped her in a white blanket, possibly because she's in shock. They lead her inside
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016
Að lokum leggur fréttaritarinn til að fólk taki sér tíma og sendi hlýja strauma til fjölskyldunnar og biðji fyrir því að sonurinn finnist á lífi svo þau verði sameinuð á ný.
11. What do you say we all take a minute to send this family our thoughts? Praying son is found alive and they are reunited.
— Rukmini Callimachi (@rcallimachi) July 22, 2016