Í það minnsta tíu eru látnir og 20 særðir, þar af þrír alvarlega, eftir skotárás í München sem lögregla segir vera hryðjuverk.
Árásarmaðurinn var 18 ára Írani, búsettur í München og var að öllum líkinum einn að verki. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina og er nú látinn.
Skotum var hleypt af á McDonald's-stað nálægt verslunarmiðstöðinni Olympiu í Moosach-hverfinu í borginni.
Myndskeið hafa birst sem virðast sýna gerningsmann á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Einnig hefur myndskeið birst sem virðist sýna fólk flýja frá McDonald's þar sem skothvellir heyrast.
Lýst var yfir neyðarástandi í borginni og fólk beðið að halda sig innandyra og fylgjast með fréttum.
Allar samgöngur liggja niðri og spítalar í borginni eru í viðbragðsstöðu.
Það sem ekki er vitað
Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni enn sem komið er og lögregla segir ekkert liggja fyrir um hvatann að baki henni.
Lögreglumaður við verslunarmiðstöðina.
AFP
Lögregla við Karlzplats leiðbeinir vegfarendum.
AFP