Árás í München – það sem við vitum og það sem við vitum ekki

Hópur úr Olympia verslunarmiðstöðinni heldur höndunum uppréttum í því sem …
Hópur úr Olympia verslunarmiðstöðinni heldur höndunum uppréttum í því sem þau ganga út. AFP

Það sem liggur fyrir 

  • Í það minnsta tíu eru látnir og 20 særðir, þar af þrír alvarlega, eftir skotárás í München sem lögregla segir vera hryðjuverk.
  • Árásarmaðurinn var 18 ára Írani, búsettur í München og var að öllum líkinum einn að verki. Hann framdi sjálfsvíg eftir árásina og er nú látinn.
  • Skotum var hleypt af á McDonald's-stað nálægt verslunarmiðstöðinni Olympiu í Moosach-hverfinu í borginni.
  • Myndskeið hafa birst sem virðast sýna gerningsmann á þaki verslunarmiðstöðvarinnar. Einnig hefur myndskeið birst sem virðist sýna fólk flýja frá McDonald's þar sem skothvellir heyrast.
  • Lýst var yfir neyðarástandi í borginni og fólk beðið að halda sig innandyra og fylgjast með fréttum.
  • Allar samgöngur liggja niðri og spítalar í borginni eru í viðbragðsstöðu.

 Það sem ekki er vitað

  • Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni enn sem komið er og lögregla segir ekkert liggja fyrir um hvatann að baki henni.
Lögreglumaður við verslunarmiðstöðina.
Lögreglumaður við verslunarmiðstöðina. AFP
Lögregla við Karlzplats leiðbeinir vegfarendum.
Lögregla við Karlzplats leiðbeinir vegfarendum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert