Fóru yfir landamæri niðursokknir í Pokémon

Í Pokémon Go eru engin landamæri.
Í Pokémon Go eru engin landamæri. AFP

Það eru engin landamæri í Pokémon-heiminum og getur það skapað ýmis vandræði. Því fengu tveir ungir Pokémon-spilarar að kynnast í gær þegar þeir voru svo niðursokknir í spilamennskunni að landamæraverðir á landamærum Bandaríkjanna og Kanada þurftu að hafa afskipti af þeim.

Í tilkynningu frá landamæraeftirliti Bandaríkjanna segir að landamæraverðir hafi tekið eftir tvímenningunum fara ólöglega yfir landamærin frá Kanada til Bandaríkjanna.

„Þeir voru svo uppteknir við að spila Pokémon Go að þeir áttuðu sig ekki á því hvar þeir voru niður komnir. Þeir fóru óviljandi yfir landamærin en landamæravörðum tókst að koma þeim aftur til móður þeirra,“ sagði upplýsingafulltrúi landamæraeftirlitsins, Michael Rappold.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka