Frönsk rannsóknarnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að lögreglumenn sem voru að störfum í Nice hafi ekki verið of fáir þegar árásin var gerð, á þjóðhátíðardegi Frakka, sem varð 84 manneskjum að bana.
Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra óskaði eftir því að rannsóknin færi fram eftir að deilur spruttu upp á meðal stjórnmálamanna um öryggisgæsluna.
Frétt mbl.is: Rannsaka störf lögreglunnar í Nice
Marie-France Moneger-Guyomarc´h, yfirmaður innra eftirlits frönsku lögreglunnar, segir að deilt hafi verið um öryggið vegna „skilningsleysis og rangra túlkana á upplýsingum“.
Frétt mbl.is: Vill að ráðherrann segi af sér