Páfinn biður við Auschwitz

Frans páfi er þessa dagana í Póllandi.
Frans páfi er þessa dagana í Póllandi. AFP

Frans páfi mun biðja við fyrr­ver­andi út­rým­ing­ar­búðir nas­ista, Auschwitz-Bir­kenau, í Póllandi í dag. Mun páfinn ganga í þögn um búðirn­ar þar sem 1,1 millj­ón manns, aðallega gyðing­ar, var drep­in í seinni heims­styrj­öld. Þá mun hann einnig hitta fólk sem lifði ver­una í búðunum af og Pól­verja sem hættu lífi sínu við að fela gyðinga fyr­ir nas­ist­um. Í dag er þriðji dag­ur fimm daga heim­sókn­ar páfans til Pól­lands. 

Er til­efni heim­sókn­ar­inn­ar það að um þess­ar mund­ir eru 1050 ár síðan landið tók upp kristni.
Verður Frans þriðji páfinn til þess að ganga inn um aðal­hlið Auschwitz en ólíkt for­ver­um sín­um ætl­ar Frans ekki að ávarpa sam­kom­una.

Hann kýs frek­ar að biðja og ganga í þögn á meðan hann horf­ir á hrúg­urn­ar af skóm barna og hári kvenna sem komu í búðirn­ar á sín­um tíma. 

Páfinn hélt stutta ræðu í Kra­ká á fimmtu­dag­inn þar sem hann hvatti fólk til þess að sýna flótta­fólki sam­kennd. Sagði hann að „mis­kunn­samt hjarta opn­ast til þess að bjóða flótta­menn og far­and­verka­menn vel­komna,“ en þau orð eru and­stæð inn­flytj­enda­stefnu stjórn­valda í Póllandi.

Frétt BBC.

Páfinn mun ganga inn um aðalhlið búðanna seinna í dag.
Páfinn mun ganga inn um aðal­hlið búðanna seinna í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert