Í kvöld klukkan hálfellefu að staðartíma átti sér stað hnífaárás í London þar sem ein kona lést og sex aðrir særðust. Lögreglan staðfestir að maður hafi verið handtekinn vegna málsins, en lögregla notaðist við rafbyssu til að handsama manninn. Meðal annars er verið að skoða hvort málið geti verið hryðjuverk.
Árásin átti sér stað á Russell Square og var reynt að bjarga lífi konunnar á staðnum, en stuttu seinna var staðfest að hún hafi látist. Sagt er frá málinu á vef The Guardian. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu.
#russellsquare One knifed to death others injured. Police say possibly a terrorist attack in #London pic.twitter.com/LVaihDrhuB
— Joe (@politicallord) August 4, 2016