13 létust eftir eldsvoða í Frakklandi

Slökkviliðsmenn á vettvangi í nótt.
Slökkviliðsmenn á vettvangi í nótt. AFP

Að minnsta kosti 13 létu lífið og sex voru fluttir slasaðir á sjúkrahús eftir eldsvoða sem kom upp á krá í Rúðuborg í norðurhluta Frakklands í nótt. Afmælisveisla fór fram á kránni og kviknaði eldurinn út frá neistum frá kertum á afmæliskökunni. Leiddu neistarnir til þess að það kviknaði í lofti staðarins, en hann er í kjallara.

Fórnarlömb eldsins urðu fyrir eitrun vegna reyks þegar plast brann. 50 slökkviliðsmenn komu á staðinn samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Frakklands. Ástand eins hinna slösuðu er alvarlegt.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert