Hælisleitandinn glímdi við geðröskun

Heimili fyrir unga hælisleitendur í Molndal.
Heimili fyrir unga hælisleitendur í Molndal. AFP

Héraðsdóm­ur í Gauta­borg í Svíþjóð hef­ur dæmt ung­an hæl­is­leit­anda til vist­ar á rétt­ar­geðdeild vegna morðs sem hann framdi á heim­ili fyr­ir unga hæl­is­leit­end­ur þar í landi í janú­ar.

Maður­inn var dæmd­ur ósakhæf­ur en hann stakk 22 ára konu, sem starfaði á heim­il­inu, þríveg­is með þeim af­leiðing­um að hún lét lífið. Maður­inn er sagður hafa glímt við al­var­lega geðrösk­un þegar hann framdi morðið. 

Al­ex­andra Mezher átti aðeins tæp­an hálf­tíma eft­ir af næt­ur­vakt­inni þegar maður­inn réðst á hana. Á heim­il­inu bjuggu tíu hæl­is­leit­end­ur á aldr­in­um 14 til 17 ára sem áttu það sam­eig­in­legt að vera í Svíþjóð án fjöl­skyldu sinn­ar.

Dóm­ur­inn komst að þeirri niður­stöðu að hann hefði gerst sek­ur um morð og árás á ann­an íbúa á heim­il­inu. Maður­inn þarf að greiða fjöl­skyldu kon­unn­ar 300 þúsund sænsk­ar krón­ur, eða sem jafn­gild­ir rúm­lega 4,2 millj­ón­um ís­lenskra króna. Þá verður mann­in­um einnig vísað úr land­inu og má hann ekki snúa aft­ur fyrr en árið 2026.

Í um­fjöll­un Aft­on­bla­det kem­ur fram að fjöl­skylda kon­unn­ar sé von­svik­in með niður­stöðuna en þau vildu að maður­inn yrði dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar.

Maður­inn stakk Mezher í lærið, bakið og ann­an hand­legg­inn. Íbúar á heim­il­inu héldu hon­um niðri þangað til lög­regla kom á vett­vang. Svo virðist sem árás­in hafi verið skyndi­leg en ekki hafði komið til átaka á milli ung­lings­ins og starfs­manns­ins.

Deilt hef­ur verið um ald­ur manns­ins. Sjálf­ur seg­ist hann vera fimmtán ára en rann­sókn sem gerð var bend­ir til þess að hann sé eldri en átján ára. Við meðferð máls­ins var miðað við að hann sé full­orðinn.

Frétt mbl.is: Var ein á vakt þegar hún var stung­in

Frétt mbl.is: Ungt flótta­fólk litið horn­auga

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert