„Breytir notendum í uppvakninga

AFP

Ítalskur biskup hefur hafið krossferð til höfuðs Pokémon Go snjalltækjaleiknum. Hann segir að þessi „djöfullegi“leikur hafi breytt notendum í uppvakninga. 

Antonio Stagliano, biskup í Noto á Sikiley, segir í viðtölum við ítalska fjölmiðla í dag að hann sé reiðubúinn að höfða mál til þess að fá  smáforritið bannað.

Snjalltækjaforritið Pokémon Go hefur farið sigurför um heiminn og má víða sjá fólk ganga um með síma sína í leit að pokémonum.

Stagliano finnur leiknum allt til foráttu og segir að um alræðiskerfi sé að ræða sem minni mjög á nasismann. Leikurinn hafi þegar valdið firringu meðal ungs fólks sem er háð því að eltast við lítil sýndar-skrímsli.




mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka