Zika-tilfelli orðin 36 í Flórída

Zika-veiran berst með moskítóflugum og kynmökum.
Zika-veiran berst með moskítóflugum og kynmökum. AFP

Fimm ný tilfelli Zika-veirunnar hafa komið upp í Miami í Flórída sem gefur til kynna að sjúkdómurinn sé að breiðast út. Þetta sögðu yfirvöld í Flórída á föstudag.

„Þetta þýðir að við höfum nýtt svæði af svæðisbundinni útbreiðslu,” sagði ríkisstjórinn Rick Scott á blaðamannafundi í dag.

Heilbrigðisstofnun Flórída sagði að búið sé að staðfesta að fimm einstaklingar hefðu smitast af Zika-veirunni á Miami Beach. Fjöldi Zika-tilfella er nú kominn upp í 36 í Flórída en helsti smitberi sjúkdómsins eru moskítóflugur. Sjúkdómurinn smitast einnig við samfarir.

Svæðið þar sem svæðisbundna smitið á Miami Beach hefur komið upp er um 4 ferkílómetrar að stærð. Í flestum tilfellum veldur Zika aðeins mildum sjúkdómseinkennum fyrir þá sem greinast með veiruna en í tilfelli þungaðra kvenna getur það valdið smáheila í börnum. Afleiðingar heilkennisins eiga eftir að koma betur í ljós en þroski barna sem hafa greinst með heilkennið er takmarkaður og er óvíst hvort meðferðir sem þau fá muni breyta nokkru þar um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert