Tala látinna eftir sjálfsmorðssprengjuárás í brúðkaupsveislu í Tyrklandi í gær heldur áfram að hækka. Fjöldinn er nú kominn upp í 50 en árásin var gerð í borginni Gaziantep í suðurhluta landsins, nálægt landamærum Tyrklands og Sýrlands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir Ríki íslams líklega bera ábyrgð á sprengjuárásinni sem er sú mannskæðasta í landinu á þessu ári. Fjöldi Kúrda var saman kominn í brúðkaupinu í gær en brúðurin og brúðguminn voru frá kúrdíska héraðinu Siirt. Samkvæmt fjölmiðlum í Tyrklandi eru hin nýgiftu hjón á sjúkrahúsi en ekki í lífshættu.
Í yfirlýsingu sagði Ali Yerlikaya, borgarstjóri Gaziantep, að 50 manns hefðu látist í árásinni en í morgun greindu yfirvöld frá því að fjöldi látinna væri kominn upp í 30. Áður hafði Yerlikaya að 94 hefðu slasast í árásinni sem hann kallaði „viðbjóðslega hryðjuverkaárás á brúðkaup“.