Búrkíníbann eykur söluna

Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar.
Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar. AFP

Bann við að klæðast búrkíní í Frakklandi hefur aukið söluna á sundfatnaðinum, einkum meðal kvenna sem eru ekki íslamtrúar, segir ástralski hönnuðurinn á bak við búrkíní.

Búrkíní hefur vakið mikla umræðu og um leið deilur í Frakklandi en fimmtán bæir hafa bannað slíkan sundfatnað. Eru það einkum bæir í Suðaustur-Frakklandi þar sem mikil spenna er vegna ítrekaðra hryðjuverkaárása síðustu misserin.

Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar.
Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar. AFP

Fatahönnuðurinn Aheda Zanetti, sem hannaði sundfatnað fyrir múslimakonur fyrir meira en áratug, segir að lætin í Frakklandi hafi haft jákvæð áhrif á markaðssetningu sundfatnaðarins. 

Á sunnudag fékk hún yfir 60 pantanir á netinu og þær komu allar frá konum sem eru ekki múslimar en Zanetti, sem býr í Sydney, segir að yfirleitt séu pantanir 10 til 12 talsins á dag. 

Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar.
Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar. AFP

Zanetti segir að það sé ekki nóg með að salan hafi aukist heldur hafi hún fengið fjölmörg hvatningarorð send frá fólki sem styður hana. Til að mynda frá konum sem hafa glímt við húðkrabbamein og segja að fatnaðurinn verndi þær frá skaðlegum geislum sólarinnar. 

Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar.
Búrkíní-sundfatnaður sem Aheda Zanetti hannar. AFP
Bannað að vera í búrkíní.
Bannað að vera í búrkíní. AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert