Japanskur ökumaður er í haldi lögreglu eftir að hafa ekið á tvær konur þegar hann var að spila Pokémon Go í síma sínum við aksturinn. Önnur konan lést en hin er alvarlega slösuð. Um er að ræða fyrsta banaslysið í umferðinni í Japan sem hægt er að rekja til Pokémon Go. Tæplega 80 slys hafa hins orðið í umferðinni vegna leiksins sem nýtur mikilla vinsælda í Japan sem og annars staðar í heiminum.
Keiji Gooh, 39 ára gamall bóndi, ók á konurnar í borginni Tokushima í gærkvöldi en hann var á Pokémon veiðum undir stýri. Konan sem lést var 72 ára en hin er sextug.