Stjórnvöld í Bandaríkjunum styðja ekki búrkíníbann franskra strandbæja, en hvetja bandaríska ferðamenn engu að síður til að hlíta banninu.
Tugir franskra strandbæja hafa bannað búrkíní á baðströndum sínum og lék bandarískum blaðamanni forvitni á að vita hvort bandarísk stjórnvöld myndu uppfæra ferðaráð sín til þeirra bandarísku kvenna sem aðhyllast íslamstrú með hliðsjón af þessu.
„Við erum að sjálfsögðu þeirrar skoðunar að allir eigi að geta tjáð trúarskoðanir sínar og við teljum það einnig eiga við í þessu tilfelli,“ sagði Elizabeth Trudeau, talskona innanríkisráðuneytisins.
„Bandaríkjamönnum er ráðlagt að fylgja lögum þeirra landa sem þeir heimsækja og hvað þetta einstaka tilvik varðar mæli ég þó með að frönskum lögum sé fylgt.“
Bandarísk stjórnvöld hafa áður lýst yfir áhyggjum sínum af viðhorfi franskra stjórnvalda til trúarlegs klæðnaðar, m.a vegna blæjubanns á almannafæri.