Dómari í Suður-Afríku hefur hafnað áfrýjun saksóknara á dómi yfir Oscari Pistorius. Ákæruvaldið taldi refsingu hlauparans of væga en hann afplánar nú sex ára fangelsisdóm fyrir að hafa drepið kærustu sína, Reevu Steenkamp.
Saksóknari getur enn áfrýjað til æðsta áfrýjunardómstóls landsins til að fara fram á þyngri refsingu. Thokozile Masipa, sami dómari og ákvað refsingu Pistoriusar tók fyrir áfrýjunina, komst að þeirri niðurstöðu að líkur væru á að ákæruvaldið hefði sigur við áfrýjun.
„Sex ára refsing er sláandi væg og óhugnanlega óviðeigandi,“ sagði saksóknarinn Gerrie Nel fyrir dómnum.
Refsing Pistoriusar var ákveðin í júlí. Dómarinn leit meðal annars til þess að hann segist hafa talið sig verið að skjóta innbrotsþjóf honum til refsilækkunar. Hámarksrefsingin sem hann hefði getað hlotið var fimmtán ára fangelsi.
„Ég er þeirrar skoðunar að langtíma fangavist muni ekki þjóna réttlætinu,“ sagði Masipa þegar hún hvað upp refsinguna.